Halda áfram að versla Má bjóða þér að versla meira?

kr.14.589

Innrauður stafrænn hitamælir

Hitamælirinn skráir hitastig úr fjarlægð, tilvalinn fyrir hvern og einn sem hefur umsjón með vélum og tækjabúnaði. Vélamenn geta fylgst með hita í loftstokkum og heitavatnslögnum….

Vörunúmer: 8695 Flokkar: , ,
  • Lýsing
  • Umsagnir (0)

Lýsing

Hitamælirinn skráir hitastig úr fjarlægð, tilvalinn fyrir hvern og einn sem hefur umsjón með vélum og tækjabúnaði. Vélamenn geta fylgst með hita í loftstokkum og heitavatnslögnum.  Bifvélavirkjar geta fylgst með hitastigi véla og vélarhluta og hver sem er getur fundið út hvar hitatap er í íbúðum og öðrum íverustöðum, svo dæmi sé nefnt. Stafræni hitamælirinn er auðveldur í notkun. beina þarf honum að viðkomandi hlut eða svæði og taka í gikkinn. LCD skjár kemur samstundis upp með rétt hitastig þess sem verið er að mæla. – Hægt er að nota mælirinn með eða án infrarauðs geisla. Þetta er kostur þegar mælt er hitastig á nálægum hlutum, fólki eða dýrum.

Hitamælirinn er fljótur að borga sig upp. Fjölvirkt svið hans gerir mögulegt að fylgjast með hitastigi hinna ólíklegustu hluta og jafnframt komið í veg fyrir skemmdir hluta sem eru viðkvæmir fyrir ofhitnun.

Kostir, samantekt:

* Ekki þarf að vera í náinni snertingu við það sem er mælt
* Allt að 8 metra skynjunarsvið
* Les hitastig á innan við sekúndu
* Innrauður laset punktur fyrir nákvæma skimun á því sem er mælt
* Sýnir Celsius eða Fahreinheit
* Baklýstur skjár
* Handhægt grip og gikkur sem auðveldar notkun
* Sjálfvirkur rofi, sparar rafhlöðu
* Vistar síðustu niðurstöður mælingar

Tæknilýsing framleiðanda:

* Grunnnotkun: Snertifrír innrauður hitamælir
* Hitasvið: -32 to 300 °C (25.6 to 572 °F)
* Nákvæmni: +- 1. 5°C/F, +-1.5%
* Svartími: 500 milliseconds
* Upplausn: 0.1 °C or 0.1 °F
* Vinnusvið: Sýnir °Celsius eða °Fahrenheit
* Notkunarsvið: Allt að 8 metrar
* Líftími rafhlöðu við stöðuga notkun: 12 tímar.
* Geymsluhiti: -20 to 60 °C (-4 to 140 °F)
* ummál: 146 x 80 x 38 mm (L x W x H)
* CE merkt vara.
Innihald pakka:

* Gerð CVHM-H13 Innrauður stafrænn hitamælir. Hitabyssa með laser miðun og stafrænan aflestur hitastigs án snertingar.
* 9V Rafhlaða
* Enskur leiðarvísir

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn. Skrifa umsögn