Halda áfram að versla Má bjóða þér að versla meira?

kr.12.704

GPS/USB lykill fyrir fartölvu

GPS móttakari fyrir fartölvur – Þú einfaldlega plöggar þessum fyrirferðalitla GPS/USB lykli í fartölvuna þína og breytir henni í GPS ferðaplotter. – Einfalt og ódýrt.

Vörunúmer: d154 Flokkar: ,
  • Lýsing
  • Umsagnir (0)

Lýsing

GPS móttakari fyrir fartölvur – Þú einfaldlega plöggar þessum fyrirferðalitla GPS/USB lykli í fartölvuna þína og breytir henni í GPS ferðaplotter. – Einfalt og ódýrt.

GPS/USB móttakarinn er sjálfstæð eining sem notar lágmarks orku frá tölvunni, engar tengisnúrur eða vírar, þú stingur GPS/USB mótakaranum í USB tengið og fartölvan þín er tilbúin sem leiðsögutæki í ferðalagið.

GPS/USB gervihnatta móttakarinn er byggður á (Sirf Star III) tækni sem gerir það að verkum að GPS staðsetning notanda er að öllu jöfnu innan við 1-5 metra radíus. GPS/USB lykilinn nær sambandi við allt að tug gerfihnatta á augnarbliki efir tengingu við tölvu.

Í stuttu máli:

1) GPS/USB móttakarinn er ætlaður fyrir PC fartölvu með USB tengi.
2) Nákvæmni staðsetningar upp á 1-5 metra.
3) Orkunotkun hverfandi lítil, fartölvan sér um orkuþörf.
4) Hraðskynjar gervihnetti.

Ath. GPS/USB móttakarinn er samhæfður flest öllum GPS tölvuforritum. – Slíkt forrit fylgir ekki með í kaupum á GPS/USB lykli frá okkur.

Hér er hægt að sækja, (frítt til prufu) GPS forrit: http://download.cnet.com/Google-Maps-with-GPS-Tracker/3000-12940_4-10494227.html

Ef diskurinn þinn er týndur eða bilaður, er hægt að sækja forritið sem fylgir GPS/USB móttakaranum: http://GPS_USB_driver.rar
Leiðarvísir fyrir kaupendur:

(Sjá einnig pdf skjöl á fylgidiski með vörunni, m.a. leiðarvísir á ensku).

1) Setjið diskinn sem fylgir pakkanum í DVD drifið.

2) Setið GPS tækið í USB rauf í tölvunni.

3) Fylgist með upplýsingaglugga sem birtist á skjáborðinu, hvaða Com port tölvan velur fyrir GPS tækið.

4) Opnið diskinn sem fylgir og keyrið „USB GPS Driver.Exe“ upp og driverinn hleður sig inn á tölvuna.

5) Takið möppuna „GPS test“ og afritið hana yfir á skjáborðið, hún inniheldur „GPSViewer.exe“ sem þarf jafnan að vera aðgengilegt þegar verið er að tengja tækið.

6) Tvísmellið á GPSViewer.exe og þá birtist gluggi þar sem valið er númer þess Com ports sem birtist áður á skjánum, þ.e. þegar GPS tækið var tengt í fyrsta skipti við USB raufina í tölvunni.

7) Fara þarf með tölvuna nálægt glugga, Ýtið á „Scan“ og þá kemur í ljós hvort tækið nær gervihnattasambandi. Gerist það ekki, skal athuga hvort rétt Baud Rate sé valið. Venjulega er það 4800 en stundum 9600 ef um Garmin forrit er að ræða.


Athugið!

Venjulega eru engin vandamál, tækið finnur hnetti sjálfkrafa um leið og því er stungið í samband og réttar forsendur hafa verið valdar samkvæmt leiðarvísi. – Ef hins vegar ekkert gerist, þarf að fara í Start valmynd Windows í vinstra neðra horni og velja Control Panel/System/Device Manager og leita að tengiportinu sem windows bjó til fyrir tækið og breyta þar Baud Rate,  hugsanlega þarf að breyta því úr 6900 bitum, (Baud Rate) í 4800 bita. – Skilyrði þess að GPS/USB tækið nái sambandi er að sama bita tíðni (Baud Rate) sé valið í GPS forritinu sem fylgdi með tækinu og í Device Manager í tölvunni þinni.

Nánar um þetta; í Device Manager leitar þú að skrá sem nefnist „Universal Serial Bus controlers“, Þú tvísmellir á hana og þar finnur þú skrár sem heita „USB Root Hub“ í okkar tölvu, (Windows Vista) eru fimm slíkar skrár, þú gætir þurft að leita í nokkrum slíkum þar til þú finnur rétta driverinn. þú tvíklikkar á þá fyrstu sem verður fyrir valinu og í efstu valrönd velur þú „Power“ í glugga sem þá birtist ætti að standa „Attached devices“ og í glugganum þar fyrir neðan, lítið tákn og þar fyrir aftan „Prolific USB to Serial Com Port“. Það er rétti driverinn, tvísmelltu á hann og veldu í „Port settings“ 4800 Baud Rate. Varist að breyta nokkru öðru en því sem áður er nefnt.

Í siglingarforritum og/eða öðrum leiðsöguforritum sem eru notuð, þarf jafnframt að ganga úr skugga um að rétt Baud Rate og Com port sé valið svo forrit, tölva og GPS tækið vinni saman.

Að lokum.

Við hjá Brattur.is prófuðum GPS tækið áður en við settum það í sölu. Til þess notuðum við m.a. (FRÍTT til prufu), forritið „Google Maps with GPS Tracker 21.0“ sem má nálgast hjá Cnet.com – Slóðin er: http://download.cnet.com/Google-Maps-with-GPS-Tracker/3000-12940_4-10494227.html?tag=mncol;pop – þá er staðfest að tækið vinnur með sjókortaforritunum MaxSea og Navi Treak svo og öðrum forritum sem styðjast við GPS samskiptatækni.

Þökkum viðskiptin,

Umsagnir

Það eru engar umsagnir enn. Skrifa umsögn